Um veiðileyfi 2016

Stjórn félagsins hefur lokið við að útdeila veiðileyfum til þeirra sem sóttu um. Búið er að hafa samband við alla þá sem eitthvað þurfti að hliðra til fyrir umbeðnum dögum í Hlíðarvatni. Aðrir fengu það sem sótt var um og geta merkt við þá daga í dagatalinu 2016. Vegna tafa í prentun og útsendingu reikninga veiðileyfa verður afgreiðslu þeirra seinkað um eina viku, Við verðum því í Árósum 1. og 3. febrúar og tökum á móti greiðslu en ekki áður auglýsta daga 25. og 27. janúar. Einnig má millifæra greiðsluna, sjá upplýsingar á reikningunum sem ættu að berast ykkur í næstu viku.

Svo geta menn stytt sér stundir og sett sig inn í fiskistofnamál á Þjórsársvæðinu en Landsvirkjun er með upplýsingasíðu um það mál sem opna má hér.