Fossá – veiðisvæðakynning

Miðvikudagskvöldið 30. nóvember klukkan 20:00, verður veiðisvæðakynning í félagsheimili okkar Árósum.

Leigutaki Fossár í Þjórsárdal mætir og spjallar um vatnsfallið í máli og myndum, greinir frá vænlegum veiðistöðum og hvernig eigi að bera sig fram við veiðarnar.
Fossá er krefjandi á þar sem nokkuð er af bleikju og vænum urriða upp á efra svæði sem og lax og sjóbirting fyrir neðan Hjálparfoss.
Ármenn munu bjóða upp á leyfi í ánni í veiðileyfaframboði næsta árs þannig að þeir sem hafa áhuga ættu að nýta sér þetta kvöld til að afla sér fróðleiks.
Einn Ármaður mun síðan detta á bólakaf í veiðileyfalukkuhylinn.

+ Kökur, kaffi og kannski te.

Minnum einnig á votflugu- og léttpúpuhnýtingar sem verður þema næsta Skeggs og skotts 5. des.