Fróðleikur – kynning – happdrætti

Nú er starfið hjá okkur að hefjast að fullu og annaðkvöld, miðvikudagskvöldið 23. nóvember 2016, verður ÁRVÍK hf. með fróðleikstengda vörukynningu á vörum til stangveiði í ÁRÓSUM, húsakynnum Ármanna í Dugguvogi 13. Húsið opnar kl. 20:00.

Við komuna verða gestir skráðir þátttakendur í happdrætti sem fer fram í lok kynningarinnar. Fyrstu verðlaun eru gjafabréf að fjárhæð kr. 30.000 en önnur verðlaun eru gjafabréf að fjárhæð kr. 15.000. Einnig verða ýmsar vörur úr kynningunni verðlaun í happdrættinu.

Þess er vænst að gestir taki þátt í kynningunni með umræðum og fyrirspurnum. Í lok kynningar verða kaffiveitingar.