Skegg og skott hefst í kvöld

Nú er komið að því að vetrarstarf okkar Ármanna hefjst og er það Skegg og skott sem á leikinn. Kaffivélin verður í gangi frá kl 20 og eitthvað frameftir og eflaust verða einhverjar kexkökur þar líka. Skegg og skott verður síðan ávallt á mánudagskvöldum kl 20 líkt og áður og búast má við ýmsum hnýtingarþemum og gestahnýturum. Endilega dragið áhugasama hnýtara með ykkur en allir dagskrárliðir okkar eru opnir öllum. Nánari vetrardagskrá verður send út mjög svo fljótlega.