Úthlutunarreglur

Til að auðvelda úthlutunarstörfn og vinna þau á sanngjarnan hátt hefur kerfi með ABCD-bókstafsmerkingu umsókna innleitt. Samkvæmt því fær félagsmaður sem sækir um tiltekinn veiðidag í A-reit á umsóknarblaði sínu meiri rétt til úthlutunar en sá sem sækir um sama dag í B- reit o.s.frv.

Sterkast er að senda inn hópumsókn. Þá sækja tveir eða feiri um sama daginn, merkja við að um hópumsókn sé að ræða og vísa hver í annan. En hópumsóknir hafa mismunandi forgang og því þarf að setja nánari reglur þegar úthlutað er þeim dögum sem mest er sóst efir.

Forgangur umsókna er metinn með því að gefa hverri umsókn stig. Þegar þrjár stangir eru seldar saman, líkt og í Hlíðarvatni, eru aðeins taldar þrjár umsóknir. Umsóknin verður ekki sterkari við að senda inn feiri umsóknir en sem nemur þeim földa stanga sem sótt er um. Hins vegar getur einn umsækjandi sótt um feiri en eina stöng.

Almennar reglur um forgang:

A-umsókn: 5 stig
B-umsókn: 3 stig
C-umsókn: 2 stig
D-umsókn: 1 stig
Hópumsókn: 1 stig til viðbótar

Samkvæmt þessari reglu verður umsóknum raðað í forgangsröð í fyrsta lagi efir stigum og í öðru lagi þannig að á jöfnum stigum nýtur umsókn með bókstaf framar í stafróf forgangs:

16 stig: AAA
14 stig: AAB
13 stig: AAC
12 stig: AAD, ABB
11 stig: AA, ABC
10 stig: ABD, ACC, BBB
9 stig: ACD, AB, BBC
8 stig: ADD, AC, BBD, BCC
7 stig: AD, BB, BCD, CCC
6 stig: BDD, BC, CCD
5 stig: A, BD, CDD, CC
4 stig: CD, DDD
3 stig: B, DD