Laugardalsá

Staðsetning: Laugardalsá er ein albesta laxveiðiá Vestfjarða.Vegalengd frá Reykjavik er um 360 km. 9 ára meðalveiði hennar er 380 laxar, veiðin 2015 var 521 lax og töluverð urriðaveiði er á svæðinu líka.
Veiðisvæðið: Frá fjöru til fjalla og vötnin 2 þar á milli.
Stangafjöldi: Veitt er á 2-3 dagstangir sem seljast saman, tvær stangir fyrri og seinni hluta sumars en þrjár stangir um miðbik sumars. Möguleiki er að lengja styttri hollin og stytta lengri hollin sem eru í boði. Hafið samband við stjórn Ármanna ef áhugi er á því (armenn@armenn.is)
Veiðitímabil: 15. júní til 15. september.
Veiðitími: 7-13 og 16-22 (15-21 að hausti)
Leyfilegt agn: Fluga.
Veiðihús: Rúmgott veiðihús fylgir veiðileyfunum. Í húsinu eru 3 herbergi. Nýtt stórglæsilegt svefnhús er við hliðina á því eldra sem gjörbreytir
aðstöðunni, en gistipláss er fyrir 13 manns.
Reglur: Öllum laxi yfir 70 cm skal sleppt í ánna aftur, kvóti 1 lax á stöng á dag.
Veiðikort: Veiðikort er að finna í veiðihúsinu
Veiðibók: Skrá skal allan afla í veiðibók í veiðihúsi.
Veiðiumsjón: Guðmundur Atli Ásgeirsson Gsm. 844-6900