Ytri – Rangá

Staðsetning: Silungasvæðið í Ytri-Rangá er um 30 km langt og er því töluverð áskorun fyrir veiðimenn. Áin er stór og mikil og veitt er frá báðum bökkum. Frá 2013 hefur eingöngu verið veitt á flugu og er öllum fiski sleppt á svæðinu. Hafa urriðar um og yfir 6 kg veiðst í ánni.
Veiðisvæðið: Frá Galtalæk niður að Gutlfossbreiðu til 20. ágúst en eftir þann tíma nær svæðið niður að Réttarnesi.
Stangafjöldi: Veitt er á 6 stangir, einn dag í senn.
Veiðitímabil: 1. apríl – 15. september
Veiðitími: 12 klst á dag milli kl 7-22.
Leyfilegt agn: Fluga.
Veiðihús: Ekkert.
Reglur: Öllum fiski skal sleppt.
Veiðibók: Staðsett í veiðihúsi Ytri-Rangár, sunnan þjóðvegar.
Veiðiumsjón: Jóhannes Hinriksson,  GSM: 6967030