Um Ármenn

Ármenn eru félagsskapur fluguveiðimanna sem berast lítt á og hugsa fyrst og fremst um að eiga gott sambýli við allt sem að veiðunum lýtur.

Ármenn eru hvattir til hófsemi í veiði, þeir skilja ekkert eftir nema sporin sín á veiðistað og sýna öðru fólki virðingu hvar í sveit sem það er sett.

Félagið var stofnað 28. febrúar 1973 og er ennþá eina fluguveiðifélag landsins. Félagsmenn skuldbinda sig til að veiða eingöngu með flugu á svæðum félagsins.

Félagsheimili Ármanna heitir Árósar og er á 2. hæð að Dugguvogi 13, Reykjavík.

Hægt er að senda félaginu fyrirspurn hér á síðunni, með tölvupósti á armenn(hjá)armenn.is eða á Fésbókarsíðu félagsins sem nálgast má hérna.

Sjá ennfremur:

Stjórn og nefndir

Lög og siðareglur