Sala til félagsmanna

Nú er búið að stilla lausum dögum okkar í Hlíðarvatni inn í dagatala á heimsíðu félagsins. Nokkur nýbreytni fellst í þessu þar sem félagsmenn geta pantað veiðileyfi beint af dagatalinu, fá þá sendan tölvupóst með leiðbeiningum um greiðslumöguleika og veiðileyfið er þeirra.

Sýnishorn veiðileyfadagatalsins

Það skal ítrekað að þessi sala er eingöngu til félagsmanna Ármanna, verð og greiðslukjör eru aðeins þeirra og verulegur munur er á því verði sem býðst félögum frá því sem talið er vera almennt verð.

Lausa daga og stangir má finna með því að smella hérna og á heimasíðunni undir liðnum Sala til félagsmanna með því að smella á hnappinn PANTA LEYFI.

 

Skildu eftir svar