Febrúarflugur á mánudaginn

Síðasta hnýtingarkvöld Febrúarflugna verður n.k. mánudagskvöld 25. febrúar í Árósum og hefst að venju kl.20:00 stundvíslega og auðvitað eru allir velkomnir. Að venju verður heitt á könnunni og kexbirgðir Ármanna hafa verið endurnýjaðar með fjölda gómsætra bragðtegunda.

Það hefur verið gestkvæmt í Árósum í febrúar, bæði úr röðum Ármanna og þátttakenda í Febrúarflugum sem ekki eru enn orðnir félagsmenn, en það gæti nú breyst á næstu dögum því heyrst hefur að einhverjir séu ítrekað að kíkja inn á umsóknarsíðuna okkar fyrir nýja félaga.

Til að auðvelda ykkur valið, árgjaldið í Ármenn er aðeins 10.000,- og aðild að félaginu fylgir leyfi til veiða í Framvötnum, veiðileyfi á kostakjörum í Hlíðarvatni í Selvogi og auðvitað sérstök vildarkjör hjá vinum Ármanna sem versla með veiðivörur, að ógleymdum óheftum aðgangi að öllum samkomum Ármanna.

Skildu eftir svar