Fræðslufundur um fiskirækt

Veiðifélag Landmannaafréttar boðar til fræðslufundar um fiskirækt í Veiðivötnum og vötnunum sunnan Tungnaár, sunnudaginn 24. mars kl.15:00 í Árósum, félagsheimili Ármanna, Dugguvogi 13 í Reykjavík.

Fiskifræðingarnir Magnús Jóhannsson og Benoný Jónsson segja frá fiskirannsóknum á þessum svæðum og því hefur slegið fyrir að fleiri spennandi fréttir verði sagðar á fundinum.

Fundurinn er öllum opinn og um að gera fyrir unnendur Veiðivatna og Framvatna að brjóta upp biðina eftir því að komast í veiði með því að fræðast nánar um þessi vinsælu veiðisvæði.

Félagsmenn Ármanna eru sérstaklega hvattir til að mæta þar sem Framvötnin eru jú annar heimavöllur félagsins að sumri.

Skildu eftir svar