Skegg og skott 11. mars

Skegg og skott, hnýtingarkvöld Ármanna halda áfram að draga að sér félagsmenn og gesti. Næsta hnýtingarkvöld verður mánudaginn 11. mars og hefst að vanda kl. 20:00

Það verður auðvitað einhver uppáhellingur á könnunni og mulningur og stærri bitar af kexi á boðstólum.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og safna í sarpinn, því það styttist í Vorfagnað Ármanna og auðvitað er stefnt að því að glæsilegar flugur Ármanna verði meðal vinninga í happadrættinu landsfræga.

Skildu eftir svar