Hnýtingarnámskeið – byrjendur

Ármenn standa fyrir hnýtingarnámskeiði fyrir byrjendur í mars. Leiðbeinandi verður Hjörleifur Steinarsson og námskeiðið stendur þrjú kvöld; 26. 28. og 29. mars og hefjast kl. 19:00 öll kvöldin og standa til kl. 21:30

Námskeiðið er sniðið að byrjendum og markmið þess er að nemendur kynnist helstu efnum og áhöldum til fluguhnýtinga, ásamt því að ná tökum á grundvallaratriðum púpu og straumfluguhnýtinga. Jafnframt kynnast nemendur lauslega hnýtingum laxaflugna, en að öllu jöfnu ná nemendur að hnýta 10 – 12 flugur á námskeiðinu.

Lágmarksfjöldi nemenda eru þrír en að hámarki fimm þannig að tryggt sé að allir fái notið leiðsagnar Hjörleifs eins og best verður á kosið.

Námskeiðsgjald er: 8.000,- kr. fyrir félagsmenn Ármanna og 10.000,- fyrir utanfélagsmenn, innifalið er allt efni, öll nauðsynleg áhöld verða á staðnum.

Hér að neðan má skrá sig á námskeiðið, frestur til skráningar er til 24. mars. Greiðsla þátttökugjalds við innganginn.

Leave a Reply