Hnýtingarnámskeið – framhald

Vinsamlegast athugið: Lokað hefur verið fyrir frekari skráningar á námskeiðið.

Ármenn standa fyrir hnýtingarnámskeiði fyrir lengra komna í apríl. Leiðbeinendur verða þeir Hjörtur Oddsson og Hjálmar Sæbergsson. Námskeiðið stendur þrjú kvöld; 9. 10. og 11. apríl og hefst kl. 20:00 bæði kvöldin og stendur til kl. 22:00

Námskeiðið er sniðið að þeim sem einhverja reynslu hafa af hnýtingum og markmið þess er að kenna hnýtingar á straumflugum fyrir lengra komna, laxaflugum og túpum. Þeir sem þekkja til og hafa séð handbragðs þeirra Hjálmars og Hjartar vita að þarna eru á ferðinni afbragðs hnýtarar sem fara skemmtilega með þráð og efni í hnýtingum.

Lágmarksfjöldi nemenda eru fjórir en að hámarki átta þannig að tryggt sé að allir fái notið leiðsagnar þeirra félaga eins og best verður á kosið.

Námskeiðsgjald er: 8.000,- kr. fyrir félagsmenn Ármanna og 10.000,- fyrir utanfélagsmenn, innifalið er efni í flugurnar, en nemendur eru hvattir til að koma með hnýtingaráhöld sem þeir eiga eða láta þess sérstaklega getið ef þeim hafa ekki slík tól til umráða.

Hér að neðan má skrá sig á námskeiðið, frestur til skráningar er til 6. apríl. Greiðsla þátttökugjalds við innganginn.

Leave a Reply