Fundur um grisjun í Löðmundarvatni

Núna á miðvikudaginn 20 Mars verður fundur um grisjun í Löðmundarvatni sem mun fara fram komandi sumar.
Fundurinn hefst klukkan 20:00 og við munum hafa fundinn opinn öllum en ég myndi helst af öllu fá þá sem eru á þessum lista til þess að mæta.
Markmið fundarins er að skipuleggja grisjunarstarf sumarsins, stofna nefnd innan félagsins um málið og skipuleggja starfið í kringum þetta átak félagsins í sumar.
Allir sem geta lagt hönd á plóg eru hvattir til þess að mæta og bjóða fram krafta sína í þetta átak!
Kveðja, Stjórn Ármanna

Skildu eftir svar