Félagsskírteini og hnýtingar

Eins og venjulega á mánudögum hittast Ármenn við hnýtingar í kvöld en að þessu sinni er enn meiri ástæða fyrir félagsmenn að koma við í Árósum því félagsskírteinin fyrir 2019 eru komin í hús. Fullgildir félagar sem voru skráðir í félagið um seinustu mánaðarmót eru hvattir til að kíkja við næstu mánudags eða miðvikudagskvöld og sækja skírteinin sín. Félagsskírteini þeirra sem gengið hafa í félagið í þessum mánuði (mars) verða send í pósti síðar, ásamt skírteinum þeirra félaga sem eru búsettir utan suð-vestur hornsins.

Þeir félagar sem gengu í Ármenn árið 2018 og það sem af er 2019 eru sérstaklega hvattir til að kíkja við og fá þeir afhentan glaðning frá félögum okkar, þeim Stefáni Jóni Hafstein og Ragnari Hólm.

Skildu eftir svar