Vorfagnaður 6. apríl

Árlegur Vorfagnaður Ármanna verður haldin laugardaginn 6. apríl kl.14:00 í Árósum, Dugguvogi 13. Að vanda hefur húsnefnd staðið í ströngu að fínpússa salinn, baka hnallþórur og pönnukökur, svona á milli þess sem þeir hafa raðað upp vinningum fyrir happadrættið.

Um árabil hefur Vorfagnaðurinn okkar verið með best sóttu viðburðum félagsins, ekki síst hjá mökum, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum félagsmanna, enda vel til vandað á þessum hátíðisdegi sem að þessu sinni ber nokkuð snemma að í dagatalinu. Félagsmenn, ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta n.k. laugardag í Árósa og eiga ánægjulega stund með vinum og vandamönnum.

Skildu eftir svar