Forfallastangir

Það voru að losna tvær stangir 29. maí í Hlíðarvatni og þær eru komnar inn á vefsöluna fyrir félagsmenn. Nú er um að gera að stökkva á þessar stangir og finna að auki góða daga í júní, júlí eða síðar til að eyða við vatnið okkar.

Það ætti ekki að vefjast fyrir mönnum að festa sér stangir í vatninu okkar, opna dagatalið ( hérna ) smella á dag með lausum stöngum sem maður vill kaupa, velja fjölda stanga, fylla inn umbeðnar upplýsingar og staðfesta með því að smella á Panta núna. Þú færð þá tölvupóst með leiðbeiningum um greiðslu og málið er dautt.

Innan skamms fara lausar stangir í almenna sölu og þá líður nú ekki á löngu þar til úrvalið verður töluvert fátæklegra.

 

Skildu eftir svar