Hlíðarvatnshreinsun 2019

Árleg Hlíðarvatnshreinsun veiðifélaganna í Selvoginum verður n.k. laugardag, 27. apríl. Gert er ráð fyrir að Ármenn safnist saman um kl.10 og skipti með sér verkum, gangi með bökkum Hlíðarvatns frá Mosatanga og að Nauthólma og plokki það rusl sem þar hefur safnast saman á því ári sem liðið hefur frá síðustu heimsókn.

Miðað við þá umferð ferðamanna sem raungerðist í Selvoginum í fyrrasumar má gera ráð fyrir að eitthvað til plokks leynist meðfram vegspottanum norðan vatns. Þótt spottanum sé ekki formlega skipt á milli veiðifélaganna, væri ekki úr vegi að Ármenn legðu sitt að mörkum og plokkuðu það sem finnst í næsta nágrenni við Hlíðarsel. Ekki viljum við að ósnyrtilega aðkoma að okkar húsi skemmi fyrir ánægjulegri dvöl veiðimanna við vatnið á komandi sumri.

Hlíðarvatnsnefnd Ármanna hefur ýmis önnur verk á prjónunum, en veður og vindar ráða einna mestu um framgang þeirra áætlana. Að vanda mun verða boðið upp á hádegisverð við Hlíðarsel fyrir vinnusama félagsmenn og hver veit nema þeir hinir sömu renni fyrir fisk að góðu verki loknu.

Sjáumst á laugardaginn í Selvoginum,

Stjórn og Hlíðarvatnsnefnd

E.S. Það er smá könnun í gangi á Fésbókarhópinum okkar um þátttöku, það væri ekki verra að menn létu vita af sér þar.

Skildu eftir svar