Á leið í póst

Félagsskírteini 2019 eru á leiðinni í póst. Gera má ráð fyrir 3-5 dögum í afhendingu, ef félagar hafa ekki fengið glaðninginn inn um lúguna á þeim tíma, endilega látið okkur vita með tölvupósti á armenn(hja)armenn.is með réttu heimilisfangi ef svo ólíklega vildi til að við værum ekki með uppfært félagatal.

Nú fara veiðileyfi Ármanna í Hlíðarvatni að færast yfir á veida.is þar sem þau verða seld á almennum markaði fram til hausts. Ármenn njóta eftir sem áður aðildar sinnar að félaginu og fá veiðileyfin á félagaverði. Fyrirkomulag sölunnar og afslátta er alveg á lokasprettinum og verður kynnt félagsmönnum í tölvupósti innan tíðar.

Leave a Reply