Kast og kjaftæði

Hefðin og veðurspáin segir að Ármenn verði á Klambratúni, vestan Kjarvalsstaða, á morgun 6.maí að teygja úr stirðum kastvöðvum og línum eftir veturinn. Að venju er stefnt á mætingu kl.20:00 og sú hefð höfð í heiðri að mæta með eigin stangir, línur og hjól.

Veðurspáin er með ágætasta móti, vestan 2 m/sek, skýjað og 8°C hiti þannig að það er enginn afsökun að sitja af sér kvöldi, nema þá einhver heppinn eigi veiði í Hlíðarvatni.

 

Skildu eftir svar