Kast og kjaftæði, 13.maí

Þótt vindar blási, þá verður hitastigið með vorlegasta móti. Hann spáir 11°C hita vestan við Kjarvalsstaði kl.20:00 á morgun. Þeir sem mæta munu ekki láta léttan sunnanblæ ( 5 m/sek. ) trufla sig neitt að ráði, það hefur nú blásið meira í veiði en þetta. Hvetjum alla Ármenn til að mæta og láta reyna aðeins á stangir, línur og taktfastar hreyfingar.

Sem sagt; Kast og kjaftæði á Klambratúni, vestan Kjarvalsstaða kl.20:00 á morgun, mánudag.

 

Skildu eftir svar