Sauðafellsvatn

Félaginu barst tilkynning frá Veiðifélagi Landmannaafréttar um að sala í Sauðafellsvatn við rætur Heklu væri hafin á vefsíðunni saudafellsvatn.is Vatnið var fisklaust fram til 1993, en þá var sleppt í að urriða af Grenlækjarstofni og hefur hann heldur betur náð að dafna og viðhalda sér, þrátt fyrir að ekkert sjáanlegt að- eða frárennsli er við vatnið.

Eins og fram kemur á umræddri heimasíðu er aðeins leyfð fluguveiði í vatninu, 5 stangir seldar og umferð báta er bönnuð. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu vatnsins, kaupa veiðileyfi og skrá í veiðidagbók.

Mynd fengin að láni af saudafellsvatn.is

Skildu eftir svar