Opið í Framvötnin

Nú hefur Vegagerðin opnað bæði F208 frá Sigöldu niður í Landmannalaugar og F225 frá Landvegi inn að Ljótapolli. Þá eru veiðimönnum allir vegir færir í Framvötnin, svo lengi sem þeir eru á 4×4 bílum því til að byrja með mælir Vegagerðin með slíkum fararskjótum sé ætlunin að fara um þessa vegi.

Ármenn sem hyggjast leggja leið sína inn á hálendið, hvort sem það er að Fjallabaki eða annars staðar, eru hvattir til að virða lokanir og aka ekki utan vega. Því miður er það svo að landverðir á vegum Umhverfisstofnunar sem hafa verið að koma sér fyrir á hálendinu hafa enn eitt skiptið ekið fram á ummerki um utanvegaakstur á viðkvæmum svæðum inni á hálendinu.

Mynd af vef Umhverfisstofnunar
Mynd af vef Umhverfisstofnunar

Skildu eftir svar