Hlíðarvatnsdagurinn 9. júní

Hin árlegi Hlíðarvatnsdagur verður haldinn þann 9. júní, Hvítasunnudag frá kl.8:00 – 17:00 við Hlíðarvatn í Selvogi. Þennan dag taka öll veiðifélögin við vatnið á móti gestum og gangandi, bæði væntanlegum unnendum vatnsins sem vilja kynnast því og þeim sem þegar hafa tekið ástfóstri við það.

Að vanda gefst gestum tækifæri á að renna ókeypis fyrir fisk í vatninu og á staðnum verða fulltrúar veiðifélaganna sem þekkja allar bestu flugurnar, bestu staðina og bestu aðferðirnar sem ættu að auka líkur á fiski, en vatnið hefur gefið vel yfir meðallagi það sem af er sumri.

Að Hlíðarvatnsdeginum standa þau 5 veiðifélög sem aðstöðu hafa við vatnið, en þau eru; Stangveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangveiðifélag Selfoss, Stangveiðifélagið Árblik, Stangveiðifélagið Ármenn og Stangveiðifélagið Stakkavík.

Það ætti að vera tilvalið að renna við í Selvoginum á Hvítasunnudag á milli kl. 8:00 og 17:00 og spreyta sig á þessu sérstaklega skemmtilega vatni, já eða bara koma við hjá félögunum, hitta mann og annan, heyra ótrúlegar veiðisögur úr vatninu og þiggja kaffisopa og mögulega smá veitingar í tilefni dagsins.

Athygli er vakin á því að aðeins er leyfð veiði á flugu og spún í Hlíðarvatni í Selvogi og lausaganga hunda er bönnuð.

 

Leave a Reply