Veiði í Hlíðarvatni

Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um lax- og silungsveiði árið 2018 kemur fram að veiðibækur Hlíðarvatns í Selvogi bárust ekki frá öllum félögunum fyrir árið. Eins og gefur að skilja þá fellur Hlíðarvatn niður um nokkur sæti á topp 10 listanum þegar svona nokkuð gerist og opinber listinn var því eins og hér gefur að líta:

Röð efstu veiðisvæða
Nafn veiðisvæðis
Fjöldi veiddra bleikja
1
Veiðivötn
10263
2
Hólaá/Laugarvatn
1321
3
Brúará og Hagaós
1142
4
Vatnsdalsá
1124
5
Flókadalsá efri
1024
6
Hlíðarvatn í Selvogi
1016
7
Eyjafjarðará
846
8
Litlaá/Skjálftavatn
825
9
Víðidalsá og Fitjá
605
10
Héðinsfjarðará
594

 

Sé tekið tillit til þeirra upplýsinga sem ekki var skilað inn vegna Hlíðarvatns, þá breytist röðin nokkuð og Hlíðarvatn tekur aftur sitt sæti sem það hefur vermt svo mörg undanfarin ár sem eitt fengsælasta bleikjuvatn á Íslandi.

Röð efstu veiðisvæða
Nafn veiðisvæðis
Fjöldi veiddra bleikja
1
Veiðivötn
10263
2
Hlíðarvatn í Selvogi
1459
2
Hólaá/Laugarvatn
1321
3
Brúará og Hagaós
1142
4
Vatnsdalsá
1124
5
Flókadalsá efri
1024
6
Hlíðarvatn í Selvogi
1016
7
Eyjafjarðará
846
8
Litlaá/Skjálftavatn
825
9
Víðidalsá og Fitjá
605
10
Héðinsfjarðará
594

 

Veiðin í Hlíðarvatni hefur verið með ágætum það sem af er sumri og hjá Ármönnum eru skráðir liðlega 300 fiskar í bók um þessar mundir. Veiðileyfi Ármanna eru til sölu á VEIDA.IS og þar má enn finna marga góða veiðidaga lausa til hausts.

Leave a Reply