Hlíðarvatnsuppgjör 13. nóvember

Miðvikudagskvöldið 13. nóvember kl. 20:00 mun Garðar Þór Magnússon fara yfir síðastliðið sumar í Hlíðarvatni. Aflatölur, veiðistaðir og flugur verða ræddar og spáð í hvernig þetta sumar kom út í samanburði við þau sem á undan hafa farið. Skegg og skott verður að sjálfsögðu á sínum stað mánudagskvöldið 11. nóv kl. 20:00 til 22:00 þar sem vinsælar Hlíðarvatnsflugur verða mögulega í einhverjum væsum og heitt á könnunni.

Skildu eftir svar