Reyking afla – 27. nóvember

Miðvikudagskvöldið 27. nóvember ætlar Hjalti G. Hjartarson að leiða félagsmenn í sannleikann um hvernig best sé að reykja afla og bjóða okkur upp á að smakka á slíku góðgæti. Heyrst hefur að meðal þess sem boðið verður upp á sé bleikja úr Hlíðarvatni þannig að sannir Ármenn missa ekki af þessu. Skegg og skott er að sjálfsögðu á sínum stað mánudagskvöldið 25. nóv og lítill fugl hvíslaði í eyru að hægt verði að fylgjast með hnýtingu á einni mögnuðustu (ef ekki bara þeirri mögnuðustu) þurrflugu okkar íslendinga, Galdralöppinni.

Skildu eftir svar