4. desember verður aðventukvöld Ármanna haldið með öllum sínum kökum, kaffi og kertaljósum. Við fáum til okkar góðan gest en Sigurður Héðinn ætlar að koma og kynna bók sína Af flugum, löxum og mönnum. Mál manna er að bókin sé afar vel heppnuð enda er Sigurður Héðinn er einn þekktasti veiðimaður landsins auk þess að vera heimsþekktur fyrir flugur sínar. Skegg og skott er á sínum stað mánudagskvöldið 2. des. og því ekki að nýta það í að hnýta nokkra Hauga til að hita upp fyrir aðventukvöldið.