Framboðsfrestur til stjórnarkjörs

11. mars 2020 verður aðalfundur Ármanna haldinn í Árósum og nú ber svo við að Gestur Traustason er á sínu síðasta starfsári í stjórn. Stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn, að hámarki þrjú kjörtímabil samfellt og hefur Gestur staðið vaktina síðustu sex ár með miklum sóma. Því mun losna um eitt sæti í stjórn á næsta aðalfundi og auglýsir stjórn eftir framboðum til stjórnarkjörs. 

Félagar sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarkjörs eru hvattir til að skila framboði sínu með skriflegum hætti til stjórnar, eigi síðar en 15. janúar 2020. Þess ber að geta að þennan saman dag rennur út frestur til skila á lagabreytingum og skal þeim sömuleiðis skila skriflega til stjórnar.

Stjórnarfundir eru að jafnaði 10 á ári hverju og eru þá taldir vinnufundir sem boðað er til m.a. vegna veiðileyfaúthlutunar o.þ.h. Kveðið er á um störf og hlutverkstjórnar í 11. og 12. grein laga félagsins.

11. grein.

Stjórn félagsins skipa 7 menn, formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri, auk þriggja meðstjórnenda.

Formaður skal kjörinn sérstaklega, en að öðru leyti skipar stjórnin með sér verkum. Einn stjórnarmanna sitji íhúsnefnd.

Formaður og aðrir stjórnendur skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára. Stjórnarmenn skulu ekki sitja í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil samfellt.

12. grein.

Verksvið stjórnar er að sinna málefnum félagsins milli aðalfunda og annast framkvæmdir í samræmi við samþykktir aðalfundar. Hún semur við gagnaðila um veiðirétt og rekstur veiðisvæða og sér um almennan rekstur félagsins.

Stjórnin hefur heimild til að skipa nefndir, sem sjá um afmörkuð verkefni í starfsemi félagsins, og fulltrúa til að gæta hagsmuna þess á öðrum vettvangi.

Allar meiri háttar framkvæmdir og fasteignakaup eru háð samþykktum löglegs félagsfundar.

Leave a Reply