Skegg, skott og veiðileyfaumsóknir

Nú líður senn að því að umsóknarfrestur um veiðileyfi í forúthlutun í Hlíðarvatn renni út en hann er til 31. janúar. Það er því vísara fyrir þá sem ekki hafa enn skilað inn umsóknum en hafa hug á að ná í nokkrar bleikjur næsta sumar að fara að huga að því á allra næstu dögum. Skegg og skott verður á dagskrá mánudagskvöldið 27. jan. eins og flest önnur mánudagskvöld og bent er á að þá verður hægt að fá aðstoð við útfyllingu á rafrænum umsóknum í Árósum og hnýta nokkrar flugur í leiðinni í góðum félagsskap.

Leave a Reply