Skegg og skott

Skegg og skott verður að vanda á morgun, mánudaginn 3. febrúar og hefst kl.20:00 í Árósum, Dugguvogi 13. Auk hefðbundins hnýtingarkvölds Ármanna munu þeir Hjörleifur Steinarsson og Hjörtur Oddsson leiða hóp vaskra Ármanna og leiðbeina á opnu, ókeypis hnýtingarnámskeiði þar sem teknar verða fyrir nokkrar vel valdar flugur sem henta byrjendum og þeim sem vilja rifja upp listina að hnýta flugur.

Þetta námskeið er framlag Ármanna til Febrúarflugna 2020 og hið fyrra af tveimur sem áformuð eru í mánuðinum. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti sem áhuga hafa á flugum og fluguhnýtingum og kynna þeim hið góða starf sem fram fer innan félagsins. Ármenn eru jafnframt hvattir til merkja innlegg sín í Febrúarflugur með #armenn

Leave a Reply