Kynning frá veida.is miðvikudaginn 12. febrúar

Það er skammt stórra högga á milli í Árósum þessa dagana og miðvikudagskvöldið 12. febrúar mun Kristinn Ingólfsson sem heldur úti veiðileyfavefnum veida.is koma til okkar og kynna framboðið á vefnum hjá sér fyrir komandi sumar og einnig verður farið yfir hvernig Ármenn geta keypt leyfi í Hlíðarvatn á vefnum en eins og kunnugt er þá fóru þeir dagar sem ekki gengu út í forúthlutun í fyrra í sölu á veida.is og hefur það samstarf gengið mjög vel. Við minnum einnig á Skegg og skott mánudagskvöldið 10. feb. en hnýtingakvöldin hafa verið vel sótt undanfarið enda hnýtingavertíðin nú í hámarki fyrir komandi veiðitímabil.

Leave a Reply