VEIDA.IS í kvöld

Rétt aðeins að minna á VEIDA.IS kvöldið í Árósum í kvöld, miðvikudaginn 12. febrúar. Að vanda hefst dagskrá kl.20:00, stundvíslega. Farið verður yfir framboð leyfa á vefnum og fyrirkomulag veiðileyfakaupa Ármanna (með Ármanna afslætti) kynnt. TIlvalið að mæta, setja tærnar upp í loft og njóta þess að virða fyrir sér framboð næsta sumars og láta sig dreyma.

Að gefnu tilefni viljum við benda á að áður boðað Veiðivatnakvöld sem vera átti 26. febrúar, færist fram um einn dag. Það verður, sem sagt 25. febrúar kl.20:00 í Árósum.

Leave a Reply