Skegg og skott

Hefðbundið Skegg og skott verður í Árósum, Dugguvogi 13, mánudaginn 17. febrúar og húsið opnar að vanda kl. 20:00

Auk hefðbundins hnýtingarkvölds Ármanna, sem vel að merkja eru öllum opin, munu þeir Hjörleifur Steinarsson og Hjörtur Oddsson leiðbeina gestum við hnýtingar á nokkrum vel völdum flugum. Þið sem tök hafið á, eruð hvött til að kíkja í Árósa með hnýtingargræjurnar ykkar en vitaskuld verða græjur og efni á staðnum fyrir þá sem mæta.  Þetta er tilvalið tækifæri fyrir byrjendur, jafnt sem lengra komna, til að njóta ókeypis leiðsagnar í þeirri list að hnýta flugur.

Þetta hnýtingarkvöld er framlag Ármanna til Febrúarflugna 2020 og hið síðara af tveimur sem félagið stendur fyrir í febrúar. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti sem áhuga hafa á flugum og fluguhnýtingum og kynna fyrir þeim hið góða starf sem fram fer innan félagsins. Ármenn eru jafnframt hvattir til merkja innlegg sín í Febrúarflugur með #armenn

Leave a Reply