Ábót á veiðileyfi

Hvað eiga Ytri Rangá, Fremri Laxá og Veiðivötn sameiginlegt? Jú, þessi svæði verða öll í deiglunni í Árósum á morgun, miðvikudag 19. febrúar kl.20:00.

Þeir félagar Jóhannes og Bjarki ætla að kynna Ytri Rangá fyrir Ármönnum og hver veit nema einhver gómsætur biti leynist í pokahorninu hjá þeim félögum á hlaðborð Ármanna fyrir sumarið.

Hjörtur Oddsson ætlar í stuttu máli að kynna möguleika Ármanna í veiði í Fremri Laxá dagana 23. – 25. ágúst.

Ármönnum stendur jafnframt til boða 6 manna hús í Veiðivötnum dagana 19. – 21. júlí í sumar. Um er að ræða ½ – 1 – ½ dag í veiði, en þess ber að geta að góður möguleiki er á viðbótar stöngum, ef menn kjósa að fjölmenna og gista í eigin viðhengi eða fá inni á loftinu í skálanum.

Félagar eru hvattir til að mæta stundvíslega, dagskráin er þétt og áhugaverð fyrir þá sem vilja víkka sjóndeildarhringinn í sumar.

Skildu eftir svar