Skegg og skott á mánudaginn

Hefðbundið hnýtingarkvöld Ármanna, Skegg og skott verður mánudaginn 24. febrúar kl.20:00 í Árósum.

Síðasta mánudag var sérlega góð mæting á Febrúarflugukvöld Ármanna og margir nýttu sér ókeypis leiðsögn í fluguhnýtingum. Nú er bara um að gera að nýta sér tækifærið, mæta í Árósa, Dugguvogi 13 og æfa taktana frá því í síðustu viku og jafnvel læra eitthvað nýtt.

Að venju verður heitt á könnunni og nýtt kex á bakka og vitaskuld eru allir velkomnir.

Skildu eftir svar