Veiðivötn og Framvötn í Árósum

Þriðjudagskvöldið 25. febrúar verður Veiðivatnakvöld í Árósum, Dugguvogi 13. Fulltrúar Veiðifélags Landmanna og Hafró á Selfossi munu kynna fiskiræktarstarf í vötnunum norðan og sunnan Tungnaár, Veiðivötnum og Framvötnum.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá þekkja til og þá sem vilja kynnast þessum tveimur vatnasvæðum til að fræðast um uppbyggingu liðinna áratuga og ástand fiskistofna þar. Hafró hefur um áratugaskeið annast fiskirannsóknir á svæðinu, veitt ráðgjöf um sleppingar og aðgerðir til úrbóta.

Það verður vitaskuld heitt á könnunni og allir, félagsmenn sem utanfélagsmenn, eru velkomnir á þetta fræðslukvöld í Árósum, Dugguvogi 13 kl.20:00.  Í fyrra nýttu margir sér þetta tækifæri til fyrirspurna og til að koma ábendingum á framfæri, afrakstur þess var m.a. langþráð lenging á daglegum veiðitíma í Veiðivötnum. Áhugasamir eru hvattir til að mæta tímanlega, í fyrra var nær húsfyllir.

Skildu eftir svar