Veiðileyfi Ármanna

Síðastliðin ár hafa Ármenn verið með veiðileyfi í boði í umboðssölu.

Þetta árið tökum gerum við þetta aðeins öðruvísi.

Félagar okkar hafa tryggt okkur holl á tvemur veiðisvæðum.

Fremri Laxá

3 stangir í boði dagana 24-26 Ágúst. Hálfur heill hálfur.

Verð / stöng er 29.000 á dag. Í boði eru 3 stangir í 2 daga og er í góðu lagi að deila stöng með vin.

Til að hafa samband vegna þessara hafið samband við hjaltih@gmail.com

 

Veiðivötn

19.-21.júlí. Það er stórstreymt þann 20. Júlí.
Það geta 6 verið í húsinu með góðu móti. Ég tel að hægt verði að fá leyfi fyrir allt að 10 stöngum á þessum tíma ef ásókn verður mikil. Það má þá gista í tjaldvögnum, húsbílum eða á loftinu í stóra húsinu.
Verð er það sama og sést á heimasíðu Veiðivatna. Dagstöngin á kr.9.500,- og stórt hús kr.20.500,- nóttin. Verður  kr. 25.900,- á mann 2 dagar með gistingu ef 6 manna hópur fer.
Til að hafa samband vegna þessara leyfa hafið samband við joakims@simnet.is
Ytri Rangá
Ármenn fá eftirfarandi tilboð sem gildir út Mars og meðan birgðir endast.
13-15 sept ( hálfur, heill, hálfur).
Stöngin á dag 68.000kr (í stað 85.000kr).
Dagarnir tveir á 136.000kr. Hús greitt á staðnum, tilboðs verð 25.000kr á dag.
23,24 og 25 sept.
Stakir heilir dagar. 38.000kr dagurinn( í stað 45.000kr).
Október
30.000kr dagurinn í stað 35.000kr. Mikið laust, hafa samband til að velja sér daga. Eftir 20. sept er ekki hússkylda.
Til að bóka þarf aðeins að hafa samband við Jóhannes í tölvupósti johannes@westranga.is og nefna þar að þið séuð Ármenn
Kv. Stjórn

Skildu eftir svar