Skegg og skott á morgun

Áfallahjálp fyrir flugunörda eftir frábæran febrúar verður veitt í Árósum, Dugguvogi 13 á morgun, mánudaginn 2. mars kl.20:00

Hefðbundin hnýtingarkvöld Ármanna, Skegg og skott, eru öllum opin, það verður heitt á könnunni, kalt vatn í krana og kex á bakka. Hnýtingakvöld Ármanna hafa verið sérlega vel sótt í vetur og það stendur ekkert annað til, heldur en halda aðsókn uppi fram til vors.

Allir hjartanlega velkomnir.

Skildu eftir svar