Fræðslukvöld um ísbjarnaslóðir

Miðvikudaginn 4. mars verður fyrsta fræðslukvöld Ármanna í mánuðinum. Að þessu sinni ætlar Gestur Traustason að ferðast með okkur um ísbjarnaslóðir á Skaga og miðla af þekkingu sinni á svæðinu í máli og myndum.

Skagaheiði er frábært vatnasvæði og þó nokkur fjöldi félaga gera þar reglulega (misjafnlega) gott mót. Gestur hefur um árabil verið í góðum hópi sem fer þangað nær árlega og eflaust lumar hann á nokkrum góðum ráðum og leiðbeiningum, m.a. hvernig á að víkja sér undan ísbjörnum, velja flugur og ramba á fengsæla veiðistaði á þessu víðfeðma svæði.

Húsið opnar að vanda kl.19:45 og erindið hefst stundvíslega kl.20:00

Af Skagaheiði

Leave a Reply