Fish Quiz í Árósum

Ármenn ætla prófa að standa fyrir þeirri nýbreytni að bjóða félagsmönnum sínum og öðrum þeim sem áhuga kunna að hafa, uppá lauflétta spurningakeppni til að stytta biðina eftir komandi veiðitímabili. Spurningarnar verða allar miðaðar með einum eða öðrum hætti að veiðum og í öllum spurningum verður í það minnsta minnst á fisk….eða vatn, nema hvort tveggja sé.

Leikurinn er gerður með það fyrir augum að hafa gaman og ber mönnum alls ekki að taka sig eða aðra alvarlega, hvað þá spurningarnar þó svo að sumar geti haft alvarlegan undirtón.

Við hvetjum menn til að mæta með lið, ýmist einir sér eða í smærri hópum. Vinsamlegast meldið þátttöku á Facebook, sjá hér svo að hægt sé að undirbúa kvöldið sem best. (svarblöð, veitingar, uppröðun og annað)

Spurningakeppni af þessu tagi ætti nú ekki að flækjast fyrir veiðimönnum þar sem sjaldnast er komið að tómum kofanum hjá flestum þeirra þegar spurt er um eitthvað varðandi veiði. Því er um að gera að mæta og láta ljós sitt skína sem aldrei fyrr.

Staður: Árósar, Duggivogi 13 – Stund: föstudagurinn 6. mars kl.20:00 – Barinn: verður opinn – Kaffi: á könnunni – Handsápa: á salernum.

Spurningahöfundur og spyrill er Þórunn Björk Pálmadóttir, Ármaður nr. 878

Verðlaun fyrir það lið sem vinnur? Já.

Leave a Reply