Aðalfundur Ármanna 2020 11. mars

Aðalfundur Ármanna verður haldin í Árósum, miðvikudaginn 11. mars kl.20:00 stundvíslega. Rétt til setu á aðalfundi, kosningarétt og kjörgengi hafa allir skuldlausir félagar. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Fundargerð síðasta fundar.
  3. Skýrsla formanns um starfsemi stjórnar og fastanefnda.
  4. Endurskoðaðir reikningar.
  5. Lagabreytingar.
  6. Ákvörðun árgjalds og inntökugjalds.
  7. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
  8. Önnur mál.

Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út þann 15. janúar og barst eitt framboð og telst það fullgilt. Í framboði til stjórnarkjörs er félagi #822 Hjörtur Oddsson. Úr stjórn gengur #771 Gestur Traustason. Formaður félagsins gefur kost á sér til endurkjörs, en aðrir stjórnarmenn eru á miðju kjörtímabili og verður því ekki kosið um þeirra sæti.

Engar tillögur að lagabreytingum bárust innan frests.

Leave a Reply