Gjöf til félagsins

Miðað við aðstæður í þjóðfélaginu var aðalfundur Ármanna í gærkvöldi nokkuð vel sóttur. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kvaddi félagi #850 Páll Steinþórsson sér hljóðs undir liðnum Önnur mál og færði félaginu forláta hússkilti fyrir Hlíðarsel að gjöf. Stjórn Ármanna þakkar þessa höfðinglegu gjöf og vinsamleg orð sem Páll lét falla til félagsins af þessu tilefni.

Páll Steinþórsson afhendir formanni Ármanna skiltið

Félagsskírteini 2020 eru klár og verða til afhendingar í Árósum næstu vikur þegar opið er á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Félagar eru hvattir til að sækja skírteini sín þegar þeir eiga leið hjá.

Leave a Reply