Starf Ármanna í samkomubanni

Ágætu félagar og gestir Ármanna.

Í ljósi þess að samkomubann verður á Íslandi frá og með mánudeginum 16. mars til og með mánudagsins 13. apríl hefur stjórn Ármanna ákveðið að fella niður alla dagskrárliði félagsins á þessu tímabili. Þótt við gerum e.t.v. ekki ráð fyrir að fara yfir fjöldaviðmið bannsins, þá eru aðrar reglur og tilmæli þess, svo sem aðskilnaður einstaklinga upp á 2 metra, slíkar að við teljum félaginu ekki stætt á halda samkomur í húsnæði okkar, Árósum á meðan bannið gildir.

Stjórn leitar nú annarra leiða til að koma félagsskírteinum á framfæri til félagsmanna, en upphaflega var gert ráð fyrir að skírteinin yrðu til afhendingar í Árósum fram að Vorfagnaði.

Þeir dagskrárliðir sem falla niður hjá félaginu eru:

  • 16. mars – Skegg og skott í Árósum
  • 18. mars – Fræðslukvöld í Árósum
  • 23. mars – Skegg og skott  í Árósum
  • 25. mars – Veiðistaðurinn minn – Hólaá við Laugarvatn í Árósum
  • 30.mars – Skegg og skott í Ársósum

Stjórn Ármanna

 

Skildu eftir svar