Takk fyrir komuna

Hlíðarvatnsdagurinn 2020 var haldinn í dag og að vanda voru margir sem lögðu leið sín í Selvoginn til að heimsækja félögin við vatnið og fá að renna fyrir fisk.

Ármenn vilja færa þeim nálega 50 gestum sem heimsóttu félagið í dag, kærlega fyrir komuna og að skrá þá 30 fiska í bók sem komu á land. Líkt og verið hefur undanfarna daga, þá voru fengsælustu veiðistaðirnir nærri því hringinn í kringum vatnið þó áberandi væri hve svæðin frá Innranefni og út á Austurnes gáfu vel, líkt og svæðin frá Flathólma og að Austasta-Nefi.

Þegar um hægðist í gestamóttöku síðla dags, brá formaður Ármanna sér niður að Botnavík og taldi þar eina 15 veiðimenn sem reyndu sig við bleikjurnar. Botnavík hefur lengi verið einn fengsælasti veiðistaðurinn við vatnið og er aðeins örskammt frá veiðihúsi Ármanna, Hlíðarseli.

Stærsta fiskinn í bók hjá Ármönnum í dag átti Reynir Friðriksson sem nýtti þennan dag til að láta 25 ára gamlan draum um að veiða í Hlíðarvatni rætast. Bleikjan kom á land við Gunnutanga, veidd á Black Zulu #14 og mældist 64 sm. Til lukku Reynir, með þennan fallega fisk.

Almennt hefur veiðin hjá félaginu verið með ágætum það sem af er sumri, 375 skráðir í bók í lok þessa ánægjulega dags í Selvoginum. Þeim sem hug hafa á að tryggja sér dag hjá Ármönnum við Hlíðarvatn, er bent á að velja sér fengsælan dag á VEIDA.IS

 

Leave a Reply