Fundur um Fiskirækt

Boðað er til félagsfundar um Fiskirækt að Fjallabaki 2020 í félagsheimili Ármanna, Dugguvogi 13, kl.20:00 þriðjudaginn 30. júní.

Fundarefni:

  • Staða undirbúnings fyrir sumarið
  • Framlag félagsins vegna gistingar
  • Hvernig verður best staðið að skráningu
  • Ákveða dagsetningu fyrstu ferðar
  • Ákveða dagsetningu á lærdómsferð fyrir nýja félagsmenn
  • Önnur mál

Félagar sem hug hafa á að taka þátt í verkefninu í sumar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum og skipulagningu.

Nýjustu fréttir frá Fjallabaki eru þær að útlit er fyrir að opnað verði fyrir umferð á Landmannaleið um Dómdal í þessari viku. Ekki er víst að fært verði að Löðmundarvatni um veginn austan Landmannahellis, en útlit er fyrir að svo verði eigi síðar en 4. júlí þannig að fyrsti hópurinn, hvort sem hann verður stór eða smár, ætti að geta hafið störf þá helgi.

Leave a Reply