Fyrsta ferð

Þær fréttir bárust innan að Fjallabaki um helgina að fært er orðið innan úr Landmannahelli og inn að Löðmundarvatni. Fyrstu ferðir í fiskiræktina eru því raunhæfur möguleiki. Félögum er bent á að upplýsingar um átakið hafa verið uppfærðar hér á síðunni, efnið má nálgast með því smella hérna.

Skráningarform fyrir áætlaðar ferðir inn í sumar er nú aðgengilegt og félagar hvattir til að skrá áætlaðar ferðir sínar sem fyrst. Best nýting næst ef ferðir ná saman þannig að hópar sem hyggja á heimferð geti lagt net sem næsti hópur á eftir vitjar um að kvöldi eða næsta morgni.

Aðrar, og ekki síður ánægjulegar fréttir, bárust félaginu frá hópi veiðimanna sem var við Löðmundarvatn nú um helgina í árlegri veiðiferð sinni. Það var mál manna að ástand bleikjunnar í Löðmundarvatni hefði batnað mikið, meira væri um stærri og betur haldin fisk heldur en sést hefur þar undanfarin ár. Það er vissulega ánægjulegt fyrir félagið að eftir starfi þess sé tekið að Fjallabaki og lofsamlega um það rætt.

 

Leave a Reply