Ármenn fengu skilaboð

Það er félaginu sérstakt ánægjuefni þegar eftir starfi þess er tekið. Okkur bárust skilaboð í dag frá Guðbjörgu Önnu Guðbjörnsdóttur og fjölskyldu sem voru við Löðmundarvatn um helgina:

Góðan daginn. Við fjölskyldan förum amk árlega upp í Framvötnin og okkur langaði bara að koma á framfæri þökkum fyrir alla ykkar vinnu þar uppfrá. Við einbeittum okkur að Löðmundarvatni í þetta skiptið og það var frábært að sjá það er allt á réttri leið 🙂

Við þetta má bæta að það er mál manna að ástand bleikjunnar í vatninu er mjög gott, holdafarið með því besta sem sést hefur um árabil, þó eitthvað vanti ennþá upp á sentímetrana hjá einhverjum þeirra. Það sem af er sumri hafa samt nokkrar vænar bleikjur á bilinu 2 -3 pund gefist á stöng í Löðmundarvatni, nokkuð sem margir hafa saknað síðustu árin. Félagsmenn halda því ótrauðir áfram og færa fréttir af fiskirækt að Fjallabaki hér á síðunni.

Við þökkum Guðbjörgu Önnu fyrir þessi skilaboð og leyfið til að birta þau hér með þessum skemmtilegu myndum af fjölskyldunni í veiði um helgina, greinilega miklir veiðimenn í þessari fjölskyldu.

Leave a Reply