Skegg og skott fellur niður

Í dag er fyrsti vetrardagur og undir eðlilegum kringumstæðum væri fyrsta Skegg og skott Ármanna á mánudaginn. Stjórn og húsnefnd Ármanna hefur ákveðið að fresta fyrstu samkomu vetrarins þar til aðeins hefur slaknað á COVID-19 og sóttvarnarráðstafanir gera okkur kleift að halda úti því sem næst eðlilegu félagsstarfi.

Félagsmenn eru hvattir til að kíkja inn á Fésbókarhópinum Ármenn – fyrir félaga eingöngu á mánudagskvöldið, setja kannski í eins og eina flugu og pósta á hópinn. Það er aldrei að vita nema einhverjir félagsmenn verði í beinni eða pósti einhverju skemmtilegu til afþreyingar.

Leave a Reply